Um Samtökin Okkar – Viltu gerast félagi?

Nafn félagsins er Mín leið – Mitt val.

Tilgangur þess er að vinna að hvers konar mannréttindamálum, heilsufrelsi, virðingu fyrir sjálfræði einstaklinga yfir eigin líkama, og því að siðareglur lækna, Helsinki-yfirlýsing alþjóðafélags lækna, Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmáli Evrópu-sambandsins, svo og stjórnarskrá landsins séu virt í samfélaginu. Einnig að tryggja ferðafrelsi án takmarkana og varna því að hér á landi verði komið á einræði undir því yfirskyni að verið sé að vernda heilsu fólks.

Jafnframt verður unnið að því að opinber stjórnsýsla og eftirlitsaðilar fari að lögum og reglugerðum, hvað varðar upplýsingagjöf og réttindi einstaklinga.

Félagið kemur ekki til með að standa að neinum atvinnurekstri.

Samþykktir félagsins